Í ÚRVALSDEILD kvenna er leikin tvöföld umferð þar sem allir mæta öllum. Þá er liðum skipt í tvo riðla, fjögur efstu liðin eru saman í A-riðli og neðstu fjögur liðin eru saman í B-riðli, öll áunnin stig flytjast með liðunum inn í riðla.

Í ÚRVALSDEILD kvenna er leikin tvöföld umferð þar sem allir mæta öllum. Þá er liðum skipt í tvo riðla, fjögur efstu liðin eru saman í A-riðli og neðstu fjögur liðin eru saman í B-riðli, öll áunnin stig flytjast með liðunum inn í riðla.

Innan riðlanna er leikin tvöföld umferð. Neðsta lið B-riðils fellur í 1. deild.

Síðan tekur við úrslitakeppni með þátttöku sex efstu liða í deildinni. Lið raðast á eftirfarandi hátt í sæti eftir deildarkeppni: Efsta lið A-riðils er númer eitt, næstefsta lið númer tvö o.s.frv. Efsta lið B-riðils er númer fimm, næstefsta lið B-riðils númer sex o.s.frv. Fyrst leikur lið númer þrjú við lið númer sex annars vegar og lið númer fjögur við lið númer fimm hins vegar. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í undanúrslit. Í undanúrslitum er liðunum raðað aftur í samræmi við lokaniðurstöðu í deildarkeppni.