Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
NETÚTGÁFUR ensku blaðanna Daily Mail og The Guardian sögðu seint í gærkvöld að svo virtist sem Tottenham Hotspur hefði borið sigur úr býtum í slagnum við West Ham um Eið Smára Guðjohnsen.

NETÚTGÁFUR ensku blaðanna Daily Mail og The Guardian sögðu seint í gærkvöld að svo virtist sem Tottenham Hotspur hefði borið sigur úr býtum í slagnum við West Ham um Eið Smára Guðjohnsen.

Daily Mail segir að reiknað sé með því að Eiður gangist undir læknisskoðun hjá Tottenham í dagog félagið fái hann lánaðan frá Mónakó út þetta keppnistímabil. Franska félagið hafi samþykkt að greiða stóran hluta launa Eiðs sem er sagður fá 2,5 milljónir punda í árslaun eða rúmlega 500 milljónir kr.

BBC segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Tottenham verið í viðræðum um að fá íslenska landsliðsframherjann í sínar raðir í nokkrar vikur. Eftir viðræður í gær sé orðið mun líklegra að Eiður fari til Tottenham. Ennfremur er sagt í umfjöllun BBC að litið sé á Eið sem fjölhæfan leikmann sem geti fyllt í margar stöður, og þurfi því ekki að koma í staðinn fyrr neinn sérstakan leikmann.