— Morgunblaðið/Heiddi
SÖNGGLÖÐ börn frá Seltjarnarnesi færðu í gær Barnaspítala Hringsins peninga að gjöf sem þau söfnuðu sjálf með tónleikum í haust. Um er að ræða Barnakór Mýrarhúsaskóla og Seltjarnarneskirkju og sönghóp stúlkna í 10. bekk Valhúsaskóla.

SÖNGGLÖÐ börn frá Seltjarnarnesi færðu í gær Barnaspítala Hringsins peninga að gjöf sem þau söfnuðu sjálf með tónleikum í haust.

Um er að ræða Barnakór Mýrarhúsaskóla og Seltjarnarneskirkju og sönghóp stúlkna í 10. bekk Valhúsaskóla. Kórarnir héldu tónleika saman 15. nóvember í Félagsheimili Seltjarnarness og var ákveðið að allur ágóðinn rynni til Barnaspítala Hringsins. Um leið og peningagjöfin var afhent sungu börnin nokkur lög.

Stjórnandi kóranna er Inga Björg Stefánsdóttir, tónmenntakennari Mýrarhúsaskóla, og undirleikari er Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju.