Í DAG, fimmtudag, boðar forsætisráðuneytið og stýrihópur 20/20 Sóknaráætlunar, til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Sóknaráætlun fyrir Ísland: horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag.

Í DAG, fimmtudag, boðar forsætisráðuneytið og stýrihópur 20/20 Sóknaráætlunar, til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Sóknaráætlun fyrir Ísland: horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag.“

Á ráðstefunni munu samtök, grasrótarhópar og hagsmunaaðilar fjalla um sóknarfæri og áherslur sem geta aukið lífsgæði og samkeppnishæfi Íslands á komandi árum. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps um 20/20 sóknaráætlunina. Ráðstefnan verður haldin á Radisson SAS Hótel Sögu kl. 13-17 og er hún öllum opin.