Til stóð að slá danstónlistarþátt þjóðarinnar, Party Zone, af dagskrá Rásar 2 en hætt hefur verið við þau áform vegna fjölda áskorana frá hlustendum og velunnurum þáttarins. Þátturinn færist nú á fimmtudaga og verður á milli kl.

Til stóð að slá danstónlistarþátt þjóðarinnar, Party Zone, af dagskrá Rásar 2 en hætt hefur verið við þau áform vegna fjölda áskorana frá hlustendum og velunnurum þáttarins. Þátturinn færist nú á fimmtudaga og verður á milli kl. 23 og 1 en hann var áður á dagskrá á laugardagskvöldum.

Umsjónarmenn þáttarins verða eins og áður þeir Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson og má búast við ýmsum breytingum og nýjungum.