Guðmundur Oddur Magnússon
Guðmundur Oddur Magnússon
RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ um ímyndir Íslands og Norðursins í ReykjavíkurAkademíunni, ÍNOR, og Reykjavíkur-Akademían hrinda af stað fyrirlestraröð á föstudaginn þar sem fjallað verður um sjálfsmynd Íslendinga og ýmsum spurningum velt upp.

RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ um ímyndir Íslands og Norðursins í ReykjavíkurAkademíunni, ÍNOR, og Reykjavíkur-Akademían hrinda af stað fyrirlestraröð á föstudaginn þar sem fjallað verður um sjálfsmynd Íslendinga og ýmsum spurningum velt upp.

Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, ríður á vaðið með fyrirlestur um táknmyndir þjóðarinnar – þá og nú, en fyrirlestur hans verður í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá 12 til 13.30 næstkomandi föstudag.