Sýningu Þórdísar að ljúka SÝNINGU á málverkum eftir Þórdísi Árnadóttur, sem staðið hefur yfir að undanförnu í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka 14 í Mjódd, lýkur föstudaginn 22. apríl næstkomandi.

Sýningu Þórdísar að ljúka

SÝNINGU á málverkum eftir Þórdísi Árnadóttur, sem staðið hefur yfir að undanförnu í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka 14 í Mjódd, lýkur föstudaginn 22. apríl næstkomandi.

Þórdís er fædd 1960 og stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1979-1982. Hún útskrifaðist frá Fóstruskóla Íslands 1986. Þórdís stundaði nám við Den Fynska kunstakademi og brautskráðist þaðan 1990. Hún hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Á annan tug málverka er á sýningunni í SPRON og eru þau öll unnin í olíu á striga og masonite á sl. og þessu ári.