Markaðs- og þróunarverkefni í skipaiðnaði 21 umsókn frá 12 aðilum TÓLF fyrirtæki í skipaiðnaði sendu 21 umsókn um styrki vegna verkefna í þróunar- og markaðsmálum, sem eru liður í stuðningsaðgerðum ríkisstjórnar við greinina.

Markaðs- og þróunarverkefni í skipaiðnaði 21 umsókn frá 12 aðilum

TÓLF fyrirtæki í skipaiðnaði sendu 21 umsókn um styrki vegna verkefna í þróunar- og markaðsmálum, sem eru liður í stuðningsaðgerðum ríkisstjórnar við greinina. Tilkynnt verður um mánaðamót hvaða verkefni verða styrkt.

Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 60% af samþykktum kostnaði, en aldrei meira en 1,5 millj. kr. Að auki verður boðin aðstoð við útvegun fjárhagsfyrirgreiðslu.

Karl Friðriksson, verkefnisstjóri Iðntæknistofnunar, hefur umsjón með verkefninu. Hann segir að verkefnin, sem sótt er um styrki til, séu allt frá útfærslum á tækjum til skipa upp í heildarútfærslur á skipasmíði. Þriðjungur umsókna lýtur að markaðssókn varðar viðgerðir og nýsmíði og sókn á nýja markaði.

Karl segir margar hugmyndanna mjög góðar, en ljóst að fjárveitingin leyfi ekki að þær hljóti allar styrk.