Valt við Mývatn TVEIR menn voru fluttir á sjúkrahúsið á Húsavík eftir bílveltu móts við Höfða í Mývatnssveit um klukkan hálfþrjú í fyrrinótt.

Valt við Mývatn

TVEIR menn voru fluttir á sjúkrahúsið á Húsavík eftir bílveltu móts við Höfða í Mývatnssveit um klukkan hálfþrjú í fyrrinótt.

Mennirnir tveir, sem slösuðust í veltunni, voru farþegar í bílnum en stúlka, sem ók, slapp án teljandi meiðsla, að sögn lögreglu. Meiðsli mannanna voru ekki talin hættuleg, að sögn lögreglu.