MEISTARAKOKKARNIR ÓSKAR OG INGVAR Til sjávar og sveita Réttir vikunnar eru af ólíkum uppruna, annar sóttur til sjávar, en hinn til sveita. Þeir eiga það hins vegar sameiginlegt að vera báðir gómsætir og fara vel í maga.

MEISTARAKOKKARNIR ÓSKAR OG INGVAR Til sjávar og sveita Réttir vikunnar eru af ólíkum uppruna, annar sóttur til sjávar, en hinn til sveita. Þeir eiga það hins vegar sameiginlegt að vera báðir gómsætir og fara vel í maga.

Steinbítur í súrsætri sósu

fyrir 4

800 g steinbítur, roðlaus og beinlaus

1 tsk. engifer

tsk. laukur

1 stk. hvítlauksrif

1 bolli vatn

bolli tómatsósa

1­2 msk. edik

1 msk. sykur

1 tsk. sojasósa

1 msk. ólífuolía til steikingar

kartöflumjöl

Aðferð:

Steinbíturinn er skorinn í strimla, laukurinn, hvítlaukurinn og engiferinn er saxað smátt. Allt snöggsteikt á pönnu í ólífuolíunni. Þá er vatninu, tómatsósunni, edikinu, sojasósunni og sykrinum bætt á pönnuna og sósan þykkt með kartöflumjölinu sem búið er að hræra út í köldu vatni. Smakkað til með salti og pipar og e.t.v. örlitlum kjötkrafti.

Meðlæti: hrísgrjón og sojasósa.

Fylltur grísahnakki

fyrir 4

1 kg grísahnakki

1 stk. camenbert

400 g sætar kartöflur

50 g bacon

1 stk. laukur

1 stk. grænt epli

tsk. timjan

1 tsk. sykur

smá smjör til steikingar

salt og pipar

Aðferð:

Grísahnakkanum er skipt í 4 hluta. Við fyllum hvert stykki fyrir sig með osti og er það gert þannig að hníf er stungið í miðja hliðina á steikinni og skorið inn í miðjan vöðva þannig að myndist poki. Þar er af camenbertosti stungið inn. Síðan er hnakkinn steiktur á pönnu við háan hita í 1 mínútu á hvorri hlið, þá eru steikurnar settar í ofn í 10­15 mínútur við 170C. Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í litla teninga. Eplið, baconið og laukurinn er skorið eins niður. Baconið er steikt á pönnu, þegar það er orðið ljósbrúnt þá eru kartöflurnar, laukurinn, ásamt smá smjöri sett útá pönnuna og steikt í 5 mínútur, þá er kryddið og eplið látið saman við kartöflurnar og látið malla í 3­5 mínútur, gott er að setja lok á pönnuna svo kartöflurnar nái örugglega að sjóða í gegn.