UPPLÝSINGA- og menningarmiðstöð nýbúa stendur fyrir kínversku menningarkvöldi mánudaginn 18. apríl kl. 20 í Faxafeni 12. Ragnar Baldursson, sem búið hefur um tíma í Kína mun leiða þátttakendur inn í heim kínverskrar menningar og hugsun ar.

UPPLÝSINGA- og menningarmiðstöð nýbúa stendur fyrir kínversku menningarkvöldi mánudaginn 18. apríl kl. 20 í Faxafeni 12. Ragnar Baldursson, sem búið hefur um tíma í Kína mun leiða þátttakendur inn í heim kínverskrar menningar og hugsun ar. Ragnar hefur sérhæft sig í kínverskri heimspeki sem hann mun einnig fjalla um. Eiginkona Ragnars, Ming, er kennari í Tæ tsí-leikfimi og hefur kennt hana hér á landi um nokkurt skeið. Nemendur hennar ásamt henni sjálfri munu sýna leikni sína í þessari sérstæðu leikfimi. Einnig verða sýndar myndir og myndir frá Kína í tengslum við dagskrána.