Ástarkveðjan var ekki frá Amal Rún Bréf frá Amal Rún: Eftir allt sem á undan er gengið hélt ég að ég þyrfti ekki að verja mig fyrir kjaftasögum framar á opinberum vettvangi, en þess gerist víst þörf enn einu sinni.

Ástarkveðjan var ekki frá Amal Rún Bréf frá Amal Rún: Eftir allt sem á undan er gengið hélt ég að ég þyrfti ekki að verja mig fyrir kjaftasögum framar á opinberum vettvangi, en þess gerist víst þörf enn einu sinni. FM útvarpsstöðin hefur misboðið mér með því að lesa ítarlega og nákvæma ástarkveðju sem sögð er frá mér komin. Þetta var í útsendingu 12. þ.m.

Maður var tilgreindur svo og fyrirtæki hans. Skýrt skal tekið fram að hvorki sendi ég kveðjuna né hafði hugmynd um að hún yrði send og veit ekki enn hver sendi hana.

Mér þykir miður ef maður þessi og fjölskylda hans hafa orðið fyrir óþægindum af hálfu þeirra sem sífellt eru að reyna að koma óorði á mig.

AMAL RÚN QASE.