Gangbrautin Bítlarnir á umslagi Abbey Road.
Gangbrautin Bítlarnir á umslagi Abbey Road.
Gangbrautin við Abbey Road í Lundúnum, sem Bítlarnir sjást ganga yfir á umslagi plötu sinnar Abbey Road frá árinu 1969, er nú komin á minjaskrá í Bretlandi.

Gangbrautin við Abbey Road í Lundúnum, sem Bítlarnir sjást ganga yfir á umslagi plötu sinnar Abbey Road frá árinu 1969, er nú komin á minjaskrá í Bretlandi. Margur Bítlaaðdáandinn hefur haldið í pílagrímsför að gangbrautinni góðu og mýmargar ljósmyndir verið teknar af fólki gangandi yfir hana að hætti Bítlanna. Gangbrautin hefur sumsé öðlast stöðu þjóðminja í Bretlandi, staður sem er breskri sögu mikilvægur og verður því varðveittur eins vel og hægt er. Gangbraut hefur ekki áður hlotið þessa viðurkenningu í sögu Bretlands og jafnvel heimssögunnar.

Bítillinn Paul McCartney lét þau ummæli falla þegar hann frétti af þessu að þetta væri „kremið á kökuna“ og góður endir á frábæru ári hjá sér. Þess má geta að hljóðverið við Abbey Road, sem Bítlarnir sköpuðu margan smellinn í, er einnig komið á minjaskrá, var sett á hana í febrúar síðastliðnum.