— Morgunblaðið/Ernir
Þorláksmessusund Garpa, sundmanna yfir 25 ára hjá sunddeild Breiðabliks, fór fram í gær í Kópavogslaug. Að þessu sinni var 20 ára afmæli Þorláksmessusundsins fagnað og af því tilefni var þátttökumetið slegið en alls syntu 44 sundmenn 1.

Þorláksmessusund Garpa, sundmanna yfir 25 ára hjá sunddeild Breiðabliks, fór fram í gær í Kópavogslaug. Að þessu sinni var 20 ára afmæli Þorláksmessusundsins fagnað og af því tilefni var þátttökumetið slegið en alls syntu 44 sundmenn 1.500 metra í gærmorgun.

Nokkrar aðrar sunddeildir hafa tekið upp þessa hefð og syntu væntanlega Garpar víða um land 1.500 metra í gær.