Út er komin ljóðabókin Djúpalónssandur dálitla stund í júní og nóvember eftir Þorvarð Hjálmarsson. Fjórtán ár eru liðin síðan hann sendi síðast frá sér ljóðabók.

Út er komin ljóðabókin Djúpalónssandur dálitla stund í júní og nóvember eftir Þorvarð Hjálmarsson. Fjórtán ár eru liðin síðan hann sendi síðast frá sér ljóðabók.

Ljóðin eru stemningar sem byggjast á tilfinningum og hugsunum sem vakna á ferðalagi um landið og endurminningum vestan af Snæfellsnesi, undir Jökli og þar um kring. Endurminningar spretta fram, bæði úr æsku höfundar og nýliðinni tíð. Ljóðin fjalla um staði og síðast en ekki síst um fólk sem býr í minninu, eins og sólblóm og sendlinga á ströndinni.

Bókin er 52 blaðsíður, Pendull 527 gefur út.