Hjónakornin mættu í myndatöku á Þjóðminjasafnið um árið en Grýla var illa stemmd og lét Leppalúða finna fyrir því.
Hjónakornin mættu í myndatöku á Þjóðminjasafnið um árið en Grýla var illa stemmd og lét Leppalúða finna fyrir því.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Myndaalbúmið Tröllkonan Grýla er móðir jólasveinanna, eiginkona Leppalúða og barnaskelfir mikill.
Tröllkerlingin Grýla kemur fyrst fyrir á 13. öldinni í nafnaþulu í Snorra-Eddu. Rúmum 400 árum síðar bregður henni aftur fyrir en þá hefur hún tekið upp ljóta siði og leggur sér óþekk börn til munns. Margar sögur fara af Grýlu. Í gömlum þulum er henni lýst sem ógurlegu skrímsli, ein segir hana hafa fimmtán hala, á hverjum hala séu hundrað belgir og í hverjum belg tuttugu börn. Á öðrum stað segir að hún hafi marga hausa og þrenn augu á hverju höfði. Hún er sögð hafa átt þrjá menn; þá Bola, Gust (sem sumir segja að hún hafi étið) og hinn langþjáða núverandi eiginmann Leppalúða. Grýla á tugi barna; jólasveinana þrettán sem allir þekkja og af hinum eru sennilega þekktust þau Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða. Fróðustu mönnum ber saman um að kerla haldi bú sitt í Esjunni en leggi leið sína reglulega til byggða í von um að einhver óþekk börn verði á vegi hennar. Síðustu fregnir herma þó að Grýla hafi misst ófá kíló síðustu áratugina og að hún hafi ekki farið sjálfviljug á þann megrunarkúr.