Friðarganga Íslenskir friðarsinnar efndu til blysfarar niður Laugaveginn í gærkvöldi eins og þeir hafa gert á Þorláksmessu undanfarna þrjá áratugi. Margir líta nú á friðargönguna sem ómissandi þátt í jólaundirbúningi fjölskyldunnar og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltekt og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja þar sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið í heiminum. Endaði gangan á Ingólfstorgi þar sem m.a. kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng.
Friðarganga Íslenskir friðarsinnar efndu til blysfarar niður Laugaveginn í gærkvöldi eins og þeir hafa gert á Þorláksmessu undanfarna þrjá áratugi. Margir líta nú á friðargönguna sem ómissandi þátt í jólaundirbúningi fjölskyldunnar og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltekt og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja þar sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið í heiminum. Endaði gangan á Ingólfstorgi þar sem m.a. kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Töluvert af fólki var á ferð í miðbæ Reykjavíkur í gær á Þorláksmessukvöld, sumir til þess að njóta jólastemningarinnar sem myndast þar ár hvert en aðrir til þess að nota síðustu forvöðin til þess að kaupa jólagjafirnar.

Töluvert af fólki var á ferð í miðbæ Reykjavíkur í gær á Þorláksmessukvöld, sumir til þess að njóta jólastemningarinnar sem myndast þar ár hvert en aðrir til þess að nota síðustu forvöðin til þess að kaupa jólagjafirnar.

Ágætisveður var í bænum og heiðskírt en smá gola. Þá var ekki eins kalt og verið hefur undanfarna daga í borginni og hafa miðborgargestir eflaust verið þakklátir fyrir það á rölti sínu í gærkvöldi.

Margir hafa eflaust komið úr skötuveislum sem tíðkast mjög á Þorláksmessunni. Eins og flestir þekkja leggur sterka lykt af skötunni og hún leyndi sér ekki á fötum veislugesta í bænum. Golan í gærkvöldi hefur því eflaust verið kærkomin þeim sem ekki eru eins hrifnir af skötuátinu og lyktinni.