Flugleiðaþota missti hurð í enskan húsagarð: Húseiganda boðið í vikuferð til Orlando HÚSEIGANDI í breska bænum Pinner í Middlesex, Taylor að nafni, fék óvænta himnasendingu í gær er hurð sem lokar hjóla búnaði féll af Boeing 727-100-þotu Flugleiða...

Flugleiðaþota missti hurð í enskan húsagarð: Húseiganda boðið í vikuferð til Orlando

HÚSEIGANDI í breska bænum Pinner í Middlesex, Taylor að nafni, fék óvænta himnasendingu í gær er hurð sem lokar hjóla búnaði féll af Boeing 727-100-þotu Flugleiða, TF-FLG, í aðflugi að Heathrow-flugvelli í London um klukkan 13.45. Garður Taylors mun ekki hafa orðið fyrir skemmdum, en það mun hafa skotið nærstöddum vegfaranda skelk í bringu er hurðin, sem er á stærð við miðlungshjónarúm, féll af himnum ofan. Áhöfn og farþegar vélarinnar tóku ekki eftir hurðarmissinum fyrr en þotan var lent heilu og höldnu.

Að sögn Steins Loga Björnssonar, fulltrúa forstjóra Flugleiða, hafa Flugleiðir ákveðið að bjóða Taylor í vikuferð til Orlando í Bandaríkjunum til að bæta honum upp ónæðið.

Að sögn Ólafs Smith, stöðvarstjóra Flugleiða á Heathrow-flug velli, var það vegfarandi í Pinner, sem sá hurðina hafna í garði Taylors. Hann leitaði þegar til lögreglu og sagði sínar farir ekki sléttar. Lögreglan hafði svo samband við loftferðaeftirlitið breska, sem skoðaði hurðina og komst þegar að raun um að hún myndi af íslenskum uppruna, er flugáætlanir höfðu verið bornar samanvið lendingarstað hennar.

Hurðin, sem féll af vélinni, lokar hjólabúnaðinum hægra megin þegar hjól vélarinnar eru uppi. Flugvélin var í um tvö þúsund feta hæð er hurðin féll til jarðar og átti þá um tíu sjómílur ófarnar til flugvallarins.

Farþegar og áhöfn þotunnar voru aldrei í neinni hættu. TFFLG flaug í gærkvöldi án farþega heim til Íslands til viðgerðar. Hurðin varð hins vegar eftir í Englandi. Að sögn Steins Loga Björnssonar er nokkuð algengt að óhöpp á borð við þessi verði í flugi, en hefur þó ekki gerst oft hjá Flugleiðum.