Hraðfrystihús Stokkseyrar: Stefán Runólfsson var ráðinn framkvæmdastjóri STEFÁN Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Hann tekur við því starfi í júlímánuði næstkomandi.

Hraðfrystihús Stokkseyrar: Stefán Runólfsson var ráðinn framkvæmdastjóri

STEFÁN Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Hann tekur við því starfi í júlímánuði næstkomandi.

Stefán hefur undanfarin ár verið búsettur í Vestmannaeyjum og hefur unnið við fiskvinnslu í tæp 40 ár. Síðastliðin 14 ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, en hætti störfum þar fyrir nokkru. Stefán sat í 12 ár í stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda og á nú sæti í stjórn Umbúðamiðstöðvarinnar.

Stefán Runólfsson