Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga: Verslunarhús slegið Samvinnubankanum Hæsta tilboð í sláturhús 50 þúsund Verslunarhúsnæði Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, Aðalstræti 62 á Patreksfirði, var slegið Samvinnubankanum á 6 milljónir króna á nauðungaruppboði á...

Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga: Verslunarhús slegið Samvinnubankanum Hæsta tilboð í sláturhús 50 þúsund Verslunarhúsnæði Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, Aðalstræti 62 á Patreksfirði, var slegið Samvinnubankanum á 6 milljónir króna á nauðungaruppboði á Patreksfirði á föstudag, að sögn Viðars Más Matthíassonar hrl., bússtjóra í gjaldþrotabúi kaupfélagsins.

Sláturhús Kaupfélags VesturBarðstrendinga í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi var einnig boðið upp sama dag og átti einstaklingur í Rauðasandshreppi hæsta boð í húsið, 50 þúsund krónur, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort boðið verður samþykkt, að sögn Viðars Más.

Kaupfélag Vesturbarðstrendinga var tekið til gjaldþrotaskipta 18. nóvember sl. Samkvæmt kröfulýsingaskrá, sem lögð var fram á fyrsta skiptafundi búsins 17. mars sl., var 126 kröfum lýst í búið, samtals að fjárhæð rúmlega 158 milljónir króna.