Borgaraflokkur: Ríkið byggi og leigi 1.050 íbúðir Ríkisstjórnin geri tillögur um fjármögnun Albert Guðmundsson og fleiri þingmenn Borgaraflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um byggingu leiguíbúða.

Borgaraflokkur: Ríkið byggi og leigi 1.050 íbúðir Ríkisstjórnin geri tillögur um fjármögnun Albert Guðmundsson og fleiri þingmenn Borgaraflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um byggingu leiguíbúða. Samkvæmt tillögunni skal ríkið byggja 1.050 leiguíbúðir á árunum 1989-1996, það er 150 íbúðir á ári. Ríkið eigi íbúðirnar og leigi. "Ríkisstjórnin gerir tillögur um fjármögnun," segir í tillögunni.

Í tillögunni segir:

"Fyrstu 150 íbúðunum skal skila tilbúnum til afnota í árslok 1990. Af þessum leiguíbúðum skulu 80 byggðar í Reykjavík árlega og 70 íbúðum dreift um landið, miðað við eftirspurn húsnæðislausra í hverju byggðarlagi.

Leiguíbúðir þessar verði ávallt í eigu ríkisins og leiga má aldrei vera hærri en sem svarar fjórðungi lægstu mánaðarlauna VMSÍ einsog þau eru hverju sinni."

Í greinargerð er vitnað til skorts á leiguíbúðum um land allt.