Vestur-Þýskaland: Bild og Die Welt enn á valdi Springer-fjölskyldunnar Eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR LANGRI BARÁTTU um völdin í fyrirtæki Axels C¨asars Spring ers, stærsta blaðaútgáfufyrirtæki Vestur-Þýskalands, lauk snögglega og á óvæntan hátt fyrir skömmu.

Vestur-Þýskaland: Bild og Die Welt enn á valdi Springer-fjölskyldunnar Eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR

LANGRI BARÁTTU um völdin í fyrirtæki Axels C¨asars Spring ers, stærsta blaðaútgáfufyrirtæki Vestur-Þýskalands, lauk snögglega og á óvæntan hátt fyrir skömmu. Tveir synir stofnanda Burda-útgáfufyrirtækisins ákváðu öllum að óvörum að selja ekkju Springers og afkomendum hans sinn hlut í fyrirtækinu og koma þannig í veg fyrir afskipti annarra hluthafa af stjórn fyrirtækisins. Bræðurnir höfðu áður gert samning við kaupsýslumanninn Leo Kirch um samstarf í stjórn Springers. Ekkjan og hennar menn tóku því illa og hótuðu að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að Kirch kæmist til valda í fyrirtækinu. Við athugun komí ljós að Kirch réð ekki yfir eins stórum eignarhluta í Springer og hann hafði látið í skína og Burda-bræður sneru við honum baki. Þeir drógu sig út úr fyrirtækinu og skildu ekkjuna eftir með pálmann í höndunum og ábyrgðina á herðunum.

Blaðakóngurinn Axel C. Springer, sem lést 73ja ára gamall í september 1985, treysti Friede, seinni eiginkonu sinni, og afkomendum ekki til að reka útgáfufyrirtækið eftir sinn dag. Sonur hans og nafni, sem var virtur ljósmyndari undir nafninu Sven Simon, hafði framið sjálfsmorð og eftirlifandi börnin tvö komu aldrei til greina sem stjórnendur fyrirtækisins. Springer reyndi því nokkrum mánuðum áður en hann lést að sameina fyrirtæki sitt Burda-útgáfu fyrirtækinu til að tryggja framtíð þess. En auðhringalöggjöf í Vestur-Þýskalandi kom í veg fyrir að risarnir" tveir gætu sameinast. Hann greip þá til þess ráðs að arfleiða þrjá syni Burda að tæpum 25% í Springer. Rúm 25% komu í hlut nánustu ættingja hans en 49% voru seld í nafnbréfum. Samkvæmt fyrirskipun Springers mátti enginn nema erfingjar hans eiga meira en 10% í fyrirtækinu. Þannig ætlaði hann að tryggja samstarf sinna nánustu og Burdabræðranna, sem hann hafði tröllatrú á, í stjórn útgáfufyrirtækisins til frambúðar.

Hlegið að hugmyndinni

að Bild

Springer hóf útgáfustörf eftir heimsstyrjöldina síðari. Hann var verslunarmaður og setjari að mennt en starfaði sem blaðamaður og ritstjóri á dagblaði sem faðir hans gaf út í Altona, skammt fyrir utan Hamborg, fyrir stríðið. Hann komst hjá herskyldu af heilsufarsástæðum. Hann var glæsimenni sem ungur maður og vann fljótt traust Breta eftir að þeir hertóku Hamborg. Þeir veittu honum leyfi til að hefja út gáfustarf semi árið 1945.

Springer hóf starfsemi sína á því að gefa út dagatal með spakmælum. Tímarit með útvarpsfyrir lestrum fylgdi á eftir og síðan kom dagskrárheftið Hör-zu sem varð útbreiddasta útvarps- og sjón varpstímarit Evrópu. Það selst nú í yfir 3,2 milljónum eintaka í hverri viku. Árið 1948 hóf hann útgáfu dagblaðsins Hamburger Abendblatt. Það gekk ágætlega en Springer var ekki ánægður. Hann vildi ná til sem flestra og fékk hugmyndina að Bild eftir að hann kynnti sér blaðaheiminn í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndunum.

Samstarfsmenn hans hlógu fyrst að efninu sem átti að vera í Bild, mannlífsfréttum með stríðsfyrirsögnum og harðri and kommúnískri pólitík, en þeir hlógu ekki lengi. Bild kom fyrst út 1952 og sló strax í gegn. Það er nú útbreiddasta dagblað VesturÞýskalands og kemur út í 4,7 milljónum eintaka. Bild am Sonntag er gefið út í 2,2 milljónum eintaka. Dagblöðin Die Welt, Welt am Sonntag, Berliner Zeitung, Berliner Morgenpost og Hamburger Abendblatt tilheyra einnig Springer. Fyrirtækið gefur auk þess út Hör-zu, Bild der Frau, Funk-Uhr og fleiri tímarit sem seljast í hundruðum þúsunda eintaka. Yfir 11 þúsund manns unnu hjá útgáfufyrirtækinu árið 1986 og velta þess var 2,66 milljarðar v-þýskra marka (59,8 milljarðar ísl. kr.).

Einkasjónvarp þarfnast

stuðnings blaðanna

Stofnandi Burda-útgáfufyrir tækisins, sem gefur meðal annars út Bunte og Das Haus, lést árið 1986. Synir hans þrír ákváðu þá að skipta með sér fyrirtækinu og slíta samstarfi. Hubert, yngsti bróðirinn, tók yfir rekstur Burdaútgáfunnar en eldri bræðurnir, Franz og Frieder, fengu hlutinn í Springer og önnur fyrirtæki sem faðirinn átti.

Samstarf ekkjunnar og Burdabræðranna gekk stórslysalaust þangað til Leo Kirch fór að hafa sig í frammi fyrir nokkrum mánuðum. Hann keypti 10% í Springer með samþykki gamla úgefandans þegar nafnbréfin voru fyrst gefin út. Hann gat ekki eignast fleiri bréf í sínu nafni en í vetur sagðist hann hafa náð ráðum yfir 16% bréfa til viðbótar við sinn hlut og þannig hafa 26% í fyrirtækinu í hendi sér. Hann reyndi að fá ekkjuna til samstarfs við sig en án árangurs og leitaði þá til Burdabræðranna. Þeir fóru mörgum illum orðum um hann á meðan hann vingaðist við ekkjuna en sneru snögglega við blaðinu í byrjun mars og gerðu samkomulag við hann um samstarf í stjórn Spring ers. Meiningin var meðal annars að stokka upp í stjórninni og ráða nýjan forstjóra.

Kirch á fjölda fyrirtækja en kaup og leiga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er helsta viðfangsefni hans. Hann er sagður eiga á lager sjónvarpsefni sem myndi taka 50.000 klukkustundir að sýna. Hann á viðskipti við allar ríkisreknu, þýskumælandi sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu og sér góða gróðavon í auknum vinsældum einkastöðva. En hann álítur að þær nái fyrst árangri þegar stórt blaðaútgáfufyrirtæki gengur til liðs við þær og hampar þeim. Máli sínu til stuðnings bendir hann á fjölmiðlafyrirtæki Murdochs í Bretlandi, Berlusconis á Ítalíu og Hersants í Frakklandi sem öll ganga vel.

Springer á stóran hlut í Sat 1einkasjónvarpsstöðinni og Kirch útvegar stöðinni flestallar kvikmyndir sem hún sýnir. Áhugi Springer-blaðanna á Sat 1 hefði örugglega margfaldast ef Kirch hefði komist til valda í útgáfufyrirtækinu. Þau hefðu þó varla breyst mikið að öðru leyti. Kirch er íhaldssamur Bæjari og hefði ekki viljað veikja hægrisinnaðan tón blaðanna á nokkurn hátt.

Hinsta óskin gerð að engu

Þrír yfirmenn Springer-útgáfu fyrirtækisins og gamall vinur Friede Springer sömdu við Burdabræðurna tvo um kaup Springerfjölskyldunnar á þeirra hlut í fyrirtækinu eftir að það kom í ljós að Kirch réð ekki yfir eins stórum hlut í fyrirtækinu og hann hafði sagt. Bræðurnir og hann höfðu alls ekki meirihluta hlutabréfanna á sínu valdi. Fjölskyldan samþykkti að greiða bræðrunum 530 milljónir v-þýskra marka (12,1 milljarð ísl. kr.) fyrir þeirra hlut.

Allir virtust ánægðir með endalokin þegar Hubert, yngsti Burdabróðirinn, lét frá sér heyra. Hann sagðist hafa forkaupsrétt á hlut bræðra sinna og hótaði málaferlum. En eldri bræður hans létu orð hans sem vind um eyrun þjóta. Springer-fjölskyldan fékk því völdin í Springer-útgáfufyrirtækinu að lokum þrátt fyrir vantrú Axels C. Springers á hæfni hennar til að reka fyrirtækið.

Frá aðalfundi í Axel Springer-forlaginu, áður en Burda-bræður seldu sinn hlut.