Kveðjuorð: Grímur Engilberts Fæddur 19. maí 1912 Dáinn 15. mars 1988 Vinur minn, Grímur Engilberts, fyrrverandi ritstjóri Æskunnar er látinn og hefur jarðarförin fariðfram í kyrrþey. Grímur fæddist á Njálsgötu 42 19. maí 1912 og dó þar 15. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Grímsson og Birgitta Jónsdóttir. 1930 hóf Grímur prentnám og í 34 ár starfaði hann í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Um tíma gaf hann út vinstrisinnað blað gegn nasisma, en í hartnær þrjá áratugi, eða frá 1956 til 1985 var Grímur ritstjóri barnablaðsins Æskunnar. Og það var einmitt á þeim vettvangi sem kynni okkar hófust. Grímur var snjall blaðamaður, um brotsmaður og teiknari, fundvís á fréttir og ákaflega laginn að fá fólk til samstarfs. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Á þessumárum varð Æskan stórveldi í landinu, eitt fallegasta og víðlesnasta barnablað á Norðurlöndum. Vitaskuld fékk Grímur aðstoð, ekkisíst frá konu sinni Laufeyju Magnúsdóttur, sem bæði skrifaði greinar og þýddi í blaðið. Eigi að síður hefur mér verið sagt að erlendis hafi það vakið óskipta athygli, þegar upplýst var að við tímarit eins og Æskuna, sem var gefið út átta eða níu sinnum á ári í 18 þúsund eintaka upplagi, væri aðeins einn launaður blaðamaður. Á þessari kveðjustund rifjast upp ýmsar sögur og uppátæki, sem Grímur sagði frá á sinn kátbroslega hátt. Ef til vill gefst tækifæri síðar að endursegja einhverjar þeirra. En fyrst og síðast vil ég með þessum línum tjá þessum sérstæða hugsjóna- og mannvini þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu Æskunnar. Aðstandendum Grims, Laufeyju og Birgi syni hans, votta ég samúð.

Megi minningin um góðan dreng lifa.

Hilmar Jónsson