Kristinn Björnsson Sumardagurinn fyrsti er dagurinn sem við bíðum eftir. Hann kom með vorið til okkar. Á fyrstu dögum vorsins fór afi í ferðalag, en hann kom ekki aftur til okkar. Gleðin yfir vorinu dvínaði hjá okkur öllum. Afi fór í aðra og lengri ferð, þangað sem okkur er sagt að sé eilíft vor og sumar. það er erfitt fyrirokkur að skilja þetta núna, en viðeigum eftir að stækka og þroskast og þá fáum við kannski svör við öllum þeim spurningum sem leita á okkur núna þegar við kveðjum elsku afa í síðasta sinn. Við munum eigaeftir að hugsa oft og mikið um afa, sem alltaf tók á móti okkur svo ljúfur og góður. Það verður öðruvísi að koma í Ásgarðinn eftir þetta. Við áttum eftir að gera svo margt saman, öll sömul. Fjölskyldan er stór og við munum deila minningunum saman með ömmu, sem hefur misst svo mikið, það skiljum við tæplega ennþá. Við systurnar munum segja Kristni bróður okkar frá afa, þegar hann stækkar en Kristinn litli er bara fjögurra mánaða núna, en hann er alnafni afa okkar.

Við sögðum að fjölskyldan væristór, hún er það. Amma, Magnea Jónsdóttir og börnin hennar og afa eru: Fanney Þórunn, Björn, Jón Kristinn, Agnar Hákon, Guðbjörg Jóna og Gylfi.

Við biðjum Guð að vera með elsku ömmu okkar og öllum frænd unum og frænkunum og þökkum afa fyrir allt sem hann var okkur.

Við vonum að sumarið verði bjart og hlýtt eins og minningin um afa okkar er.

Guðrún Þóra Björnsdóttir,

Hildur Björnsdóttir,

Kristinn Björnsson,

Atli Már Gylfason.