— Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Verðbólga stígur og yfir heilt ár mælist hún nú 4,2% skv. tölum sem Hagstofa Íslands birti á mánudagsmorgun. Verðlag hækkaði um 0,5% milli maí og júní og skýrist sú hækkun að mestu af verðhækkunum á kjöti og kjötvörum auk hækkana á markaðsverði...

Verðbólga stígur og yfir heilt ár mælist hún nú 4,2% skv. tölum sem Hagstofa Íslands birti á mánudagsmorgun. Verðlag hækkaði um 0,5% milli maí og júní og skýrist sú hækkun að mestu af verðhækkunum á kjöti og kjötvörum auk hækkana á markaðsverði húsnæðis. Sé horft til verðbólguþróunar undanfarna þrjá mánuði er verðbólga 9,2%.

Heilt yfir er verðlag allt að hækka um þessar mundir nema hvað bensínverð hefur lítið eitt lækkað sem gerir verðbólguskotið minna en ella væri.