Seljalandsfoss Fallegur áfangastaður á leið um landið.
Seljalandsfoss Fallegur áfangastaður á leið um landið. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þeir sem komast á netið í símanum sínum ættu ekki að hika við að fá sér M-ið hjá Símanum. Sérstaklega ef þeir eru að ferðast um landið.

Þeir sem komast á netið í símanum sínum ættu ekki að hika við að fá sér M-ið hjá Símanum. Sérstaklega ef þeir eru að ferðast um landið.

Til að fá síðuna í símann á að senda smáskilaboð úr farsímanum með textanum M í númerið 1900, kemur þá M-síðan beint í símann. Á henni er yfirlit yfir ýmislegt sem tengist ferðalögum innanlands. Hægt er að sjá á einum stað hvar næsta sundlaug er, hvað er helst í fréttum, hvernig veðurspáin er í hverjum landshluta og hvernig færð á vegum er.

Meira Ísland er hluti af m.siminn.is og er sérstaklega hugsað fyrir fólk á ferð um landið. Þar er hægt að skoða áhugaverða staði og náttúruminjar, skipt eftir landshlutum, ásamt helstu þjónustu og viðburðum.