Frá Inga St. Agnarssyni: "Vegna greinar Alberts Jensens um Sem-hús langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Velferðarsvið borgarinnar er að auka þjónustu í Sem-húsi, Sléttuvegi 3, Oddshúsi, Sléttuvegi 7 og Sléttuvegi 9."

Vegna greinar Alberts Jensens um Sem-hús langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Velferðarsvið borgarinnar er að auka þjónustu í Sem-húsi, Sléttuvegi 3, Oddshúsi, Sléttuvegi 7 og Sléttuvegi 9. Allt tekur þetta tíma og þolimæði, á meðan þjónustan er hægt og bítandi aukin, á sama tíma er annars staðar verið að draga saman seglin. Með því að hafa þjónustu innanhúss er hægt að spara heilmikið í bíla- og aksturskostnaði á vegum borgarinnar sem er hægt að nýta í fjölgun starfsfólks.

Soffía er stjórnandi og sér um mannahald og daglega stjórnun. Ég hef átt afar gott samstarf við Soffíu. Oft erum við ekki sammála, þá eru málin rædd, það heitir að vera málefnalegur. Einbeittu þér frekar að því að íbúar Sem-húss borgi í hússjóð, það virðist allt vera í lamasessi hjá ykkur, lyfta biluð, þak lekur, málun á húsi, loftræsting á göngum o.fl. Eitt getum við verið sammála um, Davíð er besti borgarstjóri sem Reykjavík hefur haft. Undirritaður er í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar um Sléttuveg 3-7-9.

INGI ST. AGNARSSON

í nefnd á vegum velferðarsviðs.

Frá Inga St. Agnarssyni