Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Á morgun, föstudag, verður embætti ríkissaksóknara 50 ára og af því tilefni stendur embættið fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13-17.

Á morgun, föstudag, verður embætti ríkissaksóknara 50 ára og af því tilefni stendur embættið fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13-17.

Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson flytur ávarp og sérstakur gestur embættisins, ríkissaksóknari Eistlands, Norman Aas, fjallar um þróun ákæruvalds þar í landi fyrir og eftir sjálfstæði landsins. Fleiri ræðumenn munu flytja áhugaverð erindi um efni sem varðar ákæruvaldið. Þá munu ríkissaksóknarar alstaðar af Norðurlöndum sitja ráðstefnuna og taka þátt í panelumræðum, en þeir eru staddir hér á landi til að taka þátt í árlegum fundi norrænna ríkissaksóknara.

Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann er skipaður af ráðherra ótímabundið og skal fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt. Ríkissaksóknara til aðstoðar eru vararíkissaksóknari og saksóknarar. Skrifstofa ríkissaksóknara er að Hverfisgötu 6.