Hrafnhildur Schram
Hrafnhildur Schram
Á sunnudag verður Hrafnhildur Schram listfræðingur með leiðsögn um sýninguna Kona/Femme - Louise Bourgeois sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands.

Á sunnudag verður Hrafnhildur Schram listfræðingur með leiðsögn um sýninguna Kona/Femme - Louise Bourgeois sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Á sýningunni eru 28 verk eftir Louise Bourgeois, einkum innsetningar og höggmyndir, en jafnframt málverk, teikningar og textílverk.

Hrafnhildur Schram er sjálfstætt starfandi fræðimaður og m.a. höfundur bókarinnar Huldukonur í íslenskri myndlist og var sýningarstjóri sýningarinnar Með viljann að vopni - Endurlit 1970-1980 að Kjarvalsstöðum á síðasta ári sem fjallaði um list kvenna á tímum samfélagsumróts og kvenfrelsisbaráttu.