Írskir dagar Það er mikið að gerast á hátíðinni sem er haldin á Akranesi.
Írskir dagar Það er mikið að gerast á hátíðinni sem er haldin á Akranesi. — Morgunblaðið/RAX
Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi. Hátíðin fer fram nú um helgina, 1. til 3. júlí. Þar er fjölbreytt skemmtun í boði, meðal annars verður rauðhærðasti Íslendingurinn valinn.

Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi. Hátíðin fer fram nú um helgina, 1. til 3. júlí. Þar er fjölbreytt skemmtun í boði, meðal annars verður rauðhærðasti Íslendingurinn valinn. Það er boðið upp á dorgveiðikeppni, mýrarbolta, sandkastalakeppni, kökuskreytingakeppni, hjólreiðamót og hittnustu ömmurnar kasta bolta í körfu. Þá eru dansleikir, tónleikar, listasýningar og margt fleira.

Upplýsingar má finna á: www.irskirdagar.is.