Frakkar leika til úrslita í heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt Dani að velli í undanúrslitunum í Brasilíu í gærkvöld, 28:23. Frakkar mæta því annaðhvort Norðmönnum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun.

Frakkar leika til úrslita í heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt Dani að velli í undanúrslitunum í Brasilíu í gærkvöld, 28:23.

Frakkar mæta því annaðhvort Norðmönnum eða Spánverjum í úrslitaleiknum á morgun. Leik þeirra var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en úrslitin má sjá á mbl.is. Noregur var yfir í hálfleik, 16:9.

Leikurinn var hnífjafn lengst af í fyrri hálfleik en Frakkar komust í 14:12 fyrir hlé. Þeir náðu fljótlega fimm marka forystu í seinni hálfleik og Danir náðu aldrei að jafna.

Frakkar urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Allison Pineau, ein besta handboltakona heims, var borin af velli, meidd á hné, en hún kom ekki meira við sögu eftir það. Óttast er að hún hafi slitið krossband.

Rússar sigruðu Angóla 41:31 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Heimsmeistararnir fráfarandi mæta Brasilíu í leik um 5. sætið en Brasilía vann Króatíu, 32:31. vs@mbl.is