„Okkur er bæði ljúft og skylt að leggja þessu málefni lið,“ sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum.
„Okkur er bæði ljúft og skylt að leggja þessu málefni lið,“ sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum.
Í stað þess að senda viðskiptavinum Bílabúða Benna jólagjafir var ákveðið að endurtaka leikinn frá í fyrra og gefa 100 Nóatúns hamborgarhryggi til fjölskyldna og einstaklinga sem eru í vanda yfir hátíðarnar.