Gjöf Hryggirnir afhentir Mæðrastyrksnefnd.
Gjöf Hryggirnir afhentir Mæðrastyrksnefnd.
„Okkur er bæði ljúft og skylt að leggja þessu málefni lið,“ sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum.

„Okkur er bæði ljúft og skylt að leggja þessu málefni lið,“ sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum.

Í stað þess að senda viðskiptavinum Bílabúða Benna jólagjafir var ákveðið að endurtaka leikinn frá í fyrra og gefa 100 Nóatúns hamborgarhryggi til fjölskyldna og einstaklinga sem eru í vanda yfir hátíðarnar.