Listamaðurinn Úr þöglu kvikmyndinni The Artist sem hlýtur flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna. Þau verða afhent 15. janúar nk.
Listamaðurinn Úr þöglu kvikmyndinni The Artist sem hlýtur flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna. Þau verða afhent 15. janúar nk.
Tilnefningar til bandarísku Golden Globe verðlaunanna liggja nú fyrir og í flokki kvikmynda hlýtur The Artist flestar, eða sex talsins. Myndin er m.a.

Tilnefningar til bandarísku Golden Globe verðlaunanna liggja nú fyrir og í flokki kvikmynda hlýtur The Artist flestar, eða sex talsins. Myndin er m.a. tilnefnd sem besta gamanmynd eða söngvamynd, fyrir besta leikarann í aðalhlutverki, Jean Dujardin, bestu aukaleikkonuna, Bérénice Bejo og besta leikstjórann, Michel Hazanavicius. The Descendants og The Help hlutu fimm tilnefningar hvor. George Clooney er tilnefndur sem besti aðalleikari fyrir leik sinn í The Descendants og leikstjóri myndarinnar, Alexander Payne, sem besti leikstjórinn og leikkonur úr The Help, þær Viola Davis, Octavia Spencer og Jessica Chastain hlutu tilnefningar fyrir The Help.

Í flokki bestu dramatísku kvikmyndanna voru tilnefndar Hugo, The Ides of March, Moneyball og War Horse. Leikkonurnar Kate Winslet og Jodie Foster eru tilnefndar sem bestu aðalleikkonur í gaman- eða söngvamynd, fyrir leik sinn í Carnage og leikarinn Ryan Gosling er tilnefndur fyrir leik sinn í tveimur kvikmyndum, Ides of March og Crazy, Stupid, Love. Af öðrum kvikmyndum í flokki gaman- eða söngvamynda eru tilnefndar 50/50, Midnight in Paris, Bridesmaids og My Week With Marilyn. Í flokki sjónvarpsefnis eru m.a. tilnefndar þáttaraðirnar Homeland, American Horror Story og Boss í flokki dramatískra þátta og í flokki gamanþátta Enlightened og New Girl.

Verðlaunin verða afhent 15. janúar og verður gamanleikarinn Ricky Gervais kynnir.