Helga Þórey Björnsdóttir hefur varið doktorsritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin lýtur að menningarlegum og félagslegum hugmyndum um karlmennsku og kyngervi eins og þær birtist í íslensku og alþjóðlegu samhengi.
Helga Þórey Björnsdóttir hefur varið doktorsritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands.

Rannsóknin lýtur að menningarlegum og félagslegum hugmyndum um karlmennsku og kyngervi eins og þær birtist í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Lögð er áhersla á að varpa ljósi á slíkar hugmyndir í tengslum við sköpun kynjaðrar sjálfsmyndar hjá hópi íslenskra karlmanna sem unnið hafa sem gæsluliðar hjá Íslensku friðargæslunni (ICRU) og sem geta í krafti kyngervis og félagslegrar stöðu, talist hluti af ríkjandi kynjanormi samfélagsins.

• Helga Þórey Björnsdóttir er fædd árið 1956. Hún hefur sinnt rannsóknarstörfum og stundakennslu við HÍ samhliða námi. Eiginmaður Helgu er Hilmar Hilmarsson skólastjóri og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn.