Þrotabúið Kaupskil fer með 87% hlut í þrotabúi Kaupþings.
Þrotabúið Kaupskil fer með 87% hlut í þrotabúi Kaupþings.
Engin breyting verður á stjórn Kaupskila (sem fer með 87% hlut í Arion banka) þótt skilanefnd Kaupþings verði lögð niður samkvæmt lögum um áramótin.

Engin breyting verður á stjórn Kaupskila (sem fer með 87% hlut í Arion banka) þótt skilanefnd Kaupþings verði lögð niður samkvæmt lögum um áramótin.

Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, hefði tilkynnt þeim sem sátu í stjórn ISB Holding (sem fer með 95% hlut í Íslandsbanka) að ákveðið hefði verið að skipta um stjórn í tilefni þess að skilanefnd bankans hættir störfum um áramótin.

Að sögn Feldísar Lilju Óskarsdóttur hdl, sem situr í slitastjórn Kaupþings, verður það ekki gert hjá Kaupþingi. „Nei, það verða engar breytingar hjá Kaupskilum í tengslum við það að skilanefndin verður lögð niður,“ sagði Feldís. „Við munum reyndar skipa nýjan mann í stjórnina á næstu dögum vegna þess að Steinar Þór Guðgeirsson fór úr henni en það er ótengt störfum skilanefndarinnar. Ekki eru áætlaðar neinar breytingar á stjórn Kaupskila né störfum hennar.“

borkur@mbl.is