— Morgunblaðið/Golli
Aðventuhelgina 17.-18. desember verður ýmislegt um að vera í Café Flóru í Grasagarðinum. Kaffihúsið og jólabasarinn eru opin frá kl. 12-18.

Aðventuhelgina 17.-18. desember verður ýmislegt um að vera í Café Flóru í Grasagarðinum. Kaffihúsið og jólabasarinn eru opin frá kl. 12-18.

Á laugardeginum munu jólalögin óma um garðinn þegar kór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur fyrir gesti og einnig verða kátir jólasveinar á ferli í Laugardalnum. Á sunnudeginum mæta krakkar úr Skólahljómsveit Austurbæjar og leika jólalög fyrir gesti. Og þau Anton Rafn Gunnarsson, Regí Óðins og hin 13 ára gamla Thelma Svavarsdóttir flytja frumsamin lög og texta með jólaívafi. Á torginu fyrir framan Grasagarðinn munu félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík selja jólatré alla helgina frá kl. 13.00 til 17.00 og halda uppi jólastemningu.