Kýr Kýrnar mjólkuðu vel í nóvember.
Kýr Kýrnar mjólkuðu vel í nóvember.
Nóvember var metmánuður í mjólkurframleiðslu hér á landi. Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds kúabúa í nóvember urðu breytingar frá síðustu mánuðum með mikilli hækkun meðalafurða yfir landið. Meðalafurðirnar mælast nú 5.

Nóvember var metmánuður í mjólkurframleiðslu hér á landi. Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds kúabúa í nóvember urðu breytingar frá síðustu mánuðum með mikilli hækkun meðalafurða yfir landið. Meðalafurðirnar mælast nú 5.414 kg, með 39,8 árskýr, sem er 69 kg meira en í október. Í nóvember í fyrra voru meðalafurðirnar 5.323 kg og árskýr 36,8. Samtals reiknast nú 24 bú yfir 7.000 lítra meðalnyt sem er sex búum fleiri en í október og hafa ekki verið svo mörg í langan tíma.

„Ástæðurnar fyrir þessari aukningu geta verið þrenns konar; tilviljunarkennd sveifla, betri kýr og meiri kjarnfóðurgjöf. Á þessum tíma í fyrra var aðeins meiri hógværð í kjarnfóðurnotkun en menn hafa aðeins verið að auka hana aftur,“ segir Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands. „Það er greinileg framför í kúastofninum og mjög gleðilegt að kýrnar eru að batna og kynbótastarfið að skila sér. Svo eru bændur líka í vaxandi mæli að fylgja eftir getu kúnna með góðri fóðrun og góðri hirðingu. Stærsti þátturinn er fagmennska bóndans og það er æ stærri hópur sem sinnir þessu af mikilli alúð og dugnaði og þá er mjög gott að kýrnar geti skilað.“

Magnús segir að það sé enginn vafi á því að þau nýju og öflugu fjós sem hafa verið hér í byggingu undanfarin ár séu að skila sér inn. „Bændur eru farnir að hægja á stækkunum og þá gefst meiri tími í að sinna gripunum í nýju fjósunum.“ ingveldur@mbl.is