Náttúruhamfarir kostuðu hagkerfi heimsins 350 milljarða dollara, um 43.000 milljarða króna, í ár, að mati endurtryggingarfélagsins Swiss Re. Þetta er mesta efnahagstjón á einu ári af völdum náttúruhamfara.
Náttúruhamfarir kostuðu hagkerfi heimsins 350 milljarða dollara, um 43.000 milljarða króna, í ár, að mati endurtryggingarfélagsins Swiss Re. Þetta er mesta efnahagstjón á einu ári af völdum náttúruhamfara. Áætlaður kostnaður tryggingafélaga vegna hamfaranna var 108 milljarðar dollara og sá næstmesti í sögunni, en hann nam 123 milljörðum árið 2005, einkum vegna fellibyljarins Katrínu.