Skothelt spil. S-NS.
Norður | |
♠Á10 | |
♥K1092 | |
♦Á94 | |
♣7432 |
Vestur | Austur |
♠KD974 | ♠G86532 |
♥4 | ♥3 |
♦763 | ♦KD82 |
♣KD85 | ♣96 |
Suður | |
♠– | |
♥ÁDG8765 | |
♦G105 | |
♣ÁG10 |
Í ljósi þess að A-V eru utan hættu með ofursamlegu í spaða má suður teljast heppinn að kaupa samninginn í 5♥. Fórn í 5♠ kostar aðeins 300-kall, en 5♥ er skothelt spil (650) ef rétt er að verki staðið. Útspilið er ♠K.
Það má tvísvína í tveimur litum, en því miður er ekki hægt að samnýta þá kosti nema að takmörkuðu leyti. Auk þess kæmi það að litlu haldi eins og legan er í raun – hjónin í bakið í báðum litum. Nei, eina örugga leiðin til vinnings er að dúkka ♠K í fyrsta slag og henda tígli heima! Annar tígull fer niður í ♠Á, síðan er tígullinn hreinsaður upp með tveimur stungum, vörnin aftrompuð og laufi rúllað á tíuna heima.
Þessi leið væri augljósari ef suður ætti þrjá bláhunda í tígli, en ekki ♦G-10-x.