Christopher Hitchens
Christopher Hitchens
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Christopher Hitchens lést í fyrradag, 62 ára að aldri. Hann hafði þjáðst af krabbameini í vélinda. Hitchens fæddist í Bretlandi 1949 og starfaði sem blaðamaður þar í landi á áttunda áratug aldarinnar sem leið.

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Christopher Hitchens lést í fyrradag, 62 ára að aldri. Hann hafði þjáðst af krabbameini í vélinda.

Hitchens fæddist í Bretlandi 1949 og starfaði sem blaðamaður þar í landi á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Hann flutti síðar búferlum til New York og hóf störf fyrir tímaritið Vanity Fair í nóvember 1992.

Hitchens var róttækur vinstrimaður á yngri árum. Þegar hann kúventi vændu gamlir bandamenn hann um svik.

Eftir árás hryðjuverkamanna al-Qaeda á Bandaríkin 11. september 2001 deildi Hitchens við Noam Chomsky og fleiri vinstrimenn sem sögðu að utanríkisstefna Bandaríkjastjórnar hefði stuðlað að hryðjuverkunum. Hitchens studdi innrásina í Írak og George W. Bush í fosetakosningunum árið 2004.

bogi@mbl.is