Skreyttur Gaman er að leggja dálítið upp úr útliti jólapakkanna.
Skreyttur Gaman er að leggja dálítið upp úr útliti jólapakkanna.
Þá fer að styttast í að pakka þurfi inn jólagjöfunum og eru nokkrir jafnvel byrjaðir á því verki. Sumir eiga stóra fjölskyldu og þurfa að pakka inn heilli hrúgu á meðan verkið er aðeins minna hjá öðrum.
Þá fer að styttast í að pakka þurfi inn jólagjöfunum og eru nokkrir jafnvel byrjaðir á því verki. Sumir eiga stóra fjölskyldu og þurfa að pakka inn heilli hrúgu á meðan verkið er aðeins minna hjá öðrum. Það er skemmtilegt að leggja sig dálítið fram við að pakka inn og skreyta jólagjafirnar. Á bloggsíðunni rhonnadesigns.blogspot.com má finna sniðugar hugmyndir að krúsidúllum til að skreyta pakkana. Í þær eru notaðar dagblöð, nótnablöð og litlir bréfdúkar. Svona hitt og þetta sem leynst gæti í skúffum. Sniðugt og hagkvæmt.