Liu Xiaobo
Liu Xiaobo
Tveir þingmenn Vinstri grænna, Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason, leggja til í þingsályktunartillögu að kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels, verði veitt pólitískt hæli hér á landi.

Tveir þingmenn Vinstri grænna, Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason, leggja til í þingsályktunartillögu að kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels, verði veitt pólitískt hæli hér á landi.

Í tillögunni segir að eindreginn vilji Huang Nubo til að fjárfesta á Íslandi gefi tilefni til að bjóða Liu hæli. „Það væri við hæfi fyrir Íslendinga að endurgjalda þennan áhuga með því að skjóta skjólshúsi yfir Liu Xiaobo sem ekki virðist vera pláss fyrir í hinu víðlenda heimalandi stórskáldsins Li Bai (Lí Pó) sem eins og hinn hagorði Huang Nubo nú öldum síðar bar orðstír heimalands síns um alla heimsbyggðina.“