Miðborgin tekur vel á móti gangandi vegfarendum nú um helgina.
Miðborgin tekur vel á móti gangandi vegfarendum nú um helgina. Hluti Laugavegar og Skólavörðustígs verður eingöngu fyrir gangandi vegfarendur, en lokað verður fyrir bílaumferð niður Skólavörðustíg við Bergstaðastræti og niður Laugaveg við Frakkastíg að Bankastræti. Margvíslegar uppákomur verða í miðborginni yfir helgina. Á ferðinni á völdum stöðum frá Ingólfstorgi upp á Hlemm verða gamlir og nýir jólasveinar, kvartettinn Kvika, White Signal, Kvennakór Hafnarfjarðar, Grýla og Raunar, Lúðrasveitin Svanur og Frænkur Grýlu. Þeir sem koma á eigin bíl eru hvattir til að nota þjónustu bílastæðahúsanna. Breytingin á umferð niður Laugaveginn verður aðeins nú um helgina, en Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verður til 27. desember fyrir gangandi umferð einvörðungu.