Vitnaleiðslur í máli bandaríska hermannsins Bradley Mannings, sem er sakaður um að hafa lekið bandarískum leyniskjölum til WikiLeaks, hófust í Bandaríkjunum í gær.
Vitnaleiðslur í máli bandaríska hermannsins Bradley Mannings, sem er sakaður um að hafa lekið bandarískum leyniskjölum til WikiLeaks, hófust í Bandaríkjunum í gær. Verjendur Mannings óskuðu eftir því að dómarinn í málinu viki og sökuðu hann um að vera hlutdrægur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Manning, sem er 23 ára gamall, kemur fyrir dómara. Vitnaleiðslurnar eru undanfari eiginlegra réttarhalda og fara fram við herdómstól í Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum. Þar er gríðarleg öryggisgæsla, að því er fram kemur á vef BBC.