Lúðvík Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
Frá Lúðvík Gizurarsyni: "Það var í fréttum að Svefneyjar á Breiðafirði væru til sölu. Ríkið á að kaupa þær og byggja upp fyrir móttöku ferðamanna. Ekki geta allir farið til Þingvalla eða að Gullfossi og Geysi. Dreifa ferðamönnum."

Það var í fréttum að Svefneyjar á Breiðafirði væru til sölu. Ríkið á að kaupa þær og byggja upp fyrir móttöku ferðamanna. Ekki geta allir farið til Þingvalla eða að Gullfossi og Geysi. Dreifa ferðamönnum.

Þetta sáu þeir á Hvolsvelli en þar voru engir ferðamenn fyrir nokkrum áratugum. Síðan hefur allt verið byggt upp af mönnum sem lítinn eða engan ríkisstyrk hafa fengið. Svo kallaður „Laugavegur“ er göngubraut ferðamanna um Emstrur, sem er afréttur Hvolhrepps. „Laugavegurinn“ er barn Hvolsvallar. Svo hafa Hvolsvöllur og Hella sleppt gönguseiðum af laxi, sem kemur aftur og er veiddur á stöng af erlendum ferðamönnum í stórum stíl. Byggð hafa verið mörg veiðihús og hótel. Veltan skiptir brúttó hundruðum milljóna, mikið í gjaldeyri. Allt mannanna verk. Svo tala menn um 100 kr fyrir gistinótt í skatt! Annars átti þetta að vera um Svefneyjar og ferðamenn þar.

Straumur ferðamanna þarf að fara vestur á Vestfirði. Þar eru Svefneyjar góð byrjun með sínar 1000 æðarkollur. Verða svona „stepping stone“ eða viðkomustaður vestur. Svefneyjar græði milljónir eins og Hella og Hvolsvöllur. Fá fleiri ferðmenn og græða.

LÚÐVÍK GIZURARSON,

hæstaréttarlögmaður.

Frá Lúðvík Gizurarsyni