Á vettvangi Rútan valt þrjá hringi.
Á vettvangi Rútan valt þrjá hringi. — Ljósmynd/Hjalti Stefánsson
Betur fór en á horfðist þegar farþegarúta með starfsmönnum Alcoa á Reyðarfirði valt þrjá hringi út af veginum við Oddsskarðsgöng í gærkvöldi. „Það var kolvitlaust veður...
Betur fór en á horfðist þegar farþegarúta með starfsmönnum Alcoa á Reyðarfirði valt þrjá hringi út af veginum við Oddsskarðsgöng í gærkvöldi. „Það var kolvitlaust veður... hún fór þrjár veltur að minnsta kosti,“ sagði Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.

Átta voru í rútunni og voru þeir sendir á heilsugæsluna á Eskifirði til eftirlits. Einn var fluttur á sjúkrahúsið á Norðfirði til öryggis.

Bjarni Freyr Guðmundsson, formaður björgunarsveitarinnar Brimbrúnar á Eskifirði, var á staðnum: „Það var bálhvasst og glerhálka á veginum. Við vorum á tveimur jeppum og þegar við höfðum staðnæmst fuku tveir fólksbílar á annan þeirra,“ sagði Bjarni Freyr.