Fundi í atvinnuveganefnd Alþingis, sem halda átti í vikunni, var frestað vegna þess að engin stór mál lágu fyrir þingnefndinni.
Fundi í atvinnuveganefnd Alþingis, sem halda átti í vikunni, var frestað vegna þess að engin stór mál lágu fyrir þingnefndinni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræður á Alþingi að atvinnumálin væru algerlega í lausu lofti og engar tillögur hefðu komið fram. „Afleiðingin er sú, virðulegi forseti, að atvinnuveganefnd þingsins er atvinnulaus,“ sagði Jón. Sigurður Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að nefndin hafi verið að skoða eitt og annað. „Til að hafa eitthvað fyrir stafni höfum við líka verið að skoða raforkumarkaðinn og skýrslu um jöfnun raforkukostnaðar,“ segir hann. Stjórnarliðar boða að tvö stórmál, frumvarpið um stjórnkerfi fiskveiða og rammaáætlunin um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, verði lögð fyrir þingið innan nokkurra vikna. 12