Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur samþykkt að veita Gunnari Andersen, forstjóra FME, lengri frest til þess að andmæla fyrirhugaðri uppsögn. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, segir að Gunnar fái frest til klukkan 16 næstkomandi þriðjudag.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur samþykkt að veita Gunnari Andersen, forstjóra FME, lengri frest til þess að andmæla fyrirhugaðri uppsögn. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, segir að Gunnar fái frest til klukkan 16 næstkomandi þriðjudag. Gunnari var tilkynnt með bréfi síðasta föstudag að til stæði að segja honum upp og var honum gefinn frestur til mánudags til andmæla. Lögmaður Gunnars krafðist þess hins vegar með bréfi þann dag að sá frestur yrði lengdur enda væri aðeins um einn virkan dag að ræða síðan uppsögnin var tilkynnt. Stjórn FME samþykkti að veita honum frest þar til í gær en nú hefur sá frestur verið lengdur til þriðjudags.