Slagur Þrír forsetaframbjóðendur, frá v. Ron Paul, Santorum og Romney.
Slagur Þrír forsetaframbjóðendur, frá v. Ron Paul, Santorum og Romney. — Reuters
Sjónvarpskappræður forsetaefna repúblikana í Arizona á miðvikudag báru þess glögg merki að Rick Santorum væri farinn að ógna mjög Mitt Romney sem talinn er líklegastur til að verða forsetaefni flokksins. Kosið verður í Arizona og Michigan nk.
Sjónvarpskappræður forsetaefna repúblikana í Arizona á miðvikudag báru þess glögg merki að Rick Santorum væri farinn að ógna mjög Mitt Romney sem talinn er líklegastur til að verða forsetaefni flokksins. Kosið verður í Arizona og Michigan nk. þriðjudag og er Santorum efstur í Arizona en í Michigan eru þeir jafnir, hann og Romney.

Ný könnun á landsvísu sýnir á hinn bóginn að Santorum myndi tapa stórt fyrir Barack Obama forseta en Romney og Obama yrðu nær jafnir ef kosið yrði núna.

Romney reyndi ákaft að sýna fram á að Santorum, sem er fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður, hefði ekki verið jafn stefnufastur íhaldsmaður og hann lætur í veðri vaka. Santorum hefði m.a. stutt fjárveitingar til umdeildra ríkisframkvæmda. Púað var á Santorum þegar hann sagðist hafa greitt atkvæði með dýru menntunarátaki jafnvel þótt það hefði verið „andstætt grundvallaratriðum sem ég trúi á“. kjon@mbl.is

STEFNUFESTA OG SVEIGJANLEIKI

Er Romney tækifærissinni?

Rick Santorum er afkomandi ítalskra innflytjenda og kaþólskur. Hann höfðar sterkt til þeirra sem eru andvígir hjónabandi samkynhneigðra og fóstureyðingum. En aðrir benda á að haldi hann fast við þessi sjónarmið geti honum reynst afar erfitt að ná eyrum margra miðjumanna. Á hinn bóginn hefur Romney legið undir ámæli fyrir að skipta oft um skoðun í umdeildum málum, allt eftir því hvernig vindar blása. Fólk viti því ekki hvar það hafi hann.