Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir umtalsvert meiri verðbólgu en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Deildin spáir 6,5% verðbólgu að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en Seðlabankinn spáir 6,1%.
Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir umtalsvert meiri verðbólgu en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Deildin spáir 6,5% verðbólgu að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en Seðlabankinn spáir 6,1%. Í Markaðspunktum Arion banka í gær kemur fram að útlit sé fyrir að verðbólgan verði þrálátari en vonir stóðu tilm þar sem fá merki séu um að veiking krónunnar gangi til baka á næstu mánuðum. Þó svo að krónan myndi styrkjast yfir sumarmánuðina, og veikjast svo á ný með haustinu, þá hafi það sýnt sig að styrking hennar skili sér að litlu leyti í lækkandi verðlagi.

Gangi spáin fyrir næstu mánuði eftir telur Greiningardeild Arion banka flest hníga í þá átt að meirihluti peningastefnunefndar muni vilja hækka vexti á næsta og/eða þarnæsta fundi.